Í morgun var dregið í fyrstu umferðir Evrópukeppna. Þrjú íslensk lið eru skráð til leiks, karla- og kvennalið Hauka ásamt karlaliði Vals.

Karlalið Vals spilar í Challenge Cup og mæta þar norska liðinu
Haslum Handballklubb.

Karlalið Hauka spilar í EHF Cup og mæta gríska liðinu
A.C. Diomidis Argous. Ef Haukar vinna einvígið þá bíður þeirra leikur við sænska liðið
Alingsås HK í næstu umferð.

Kvennalið Hauka spilar í Challenge Cup og mætir þar ítalska liðinu
Jomi Salerno.