Ísland hefur kl 18:00 í dag leik á Evrópumeistaramóti U20 landsliða sem fram fer í Kolding í Danmörku.

Fysti mótherjinn er Rússland sem jafnframt er eini mótherjinn í riðlinum sem íslensku strákarnir hafa ekki mætt nýlega. Rússland, á heimavelli, endaði í 11. sæti á HM U19 í fyrra. 

Staðan á strákunum okkar er góð og allir klárir í leikinn.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru hér.

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á
Twitter,
Instagram og
Vine

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir, og eru duglegir við að koma með skemmtileg video.