Strákarnir okkar tryggðu sér farseðilinn til Frakklands á HM í janúar á næsta ári. Þrátt fyrir tap 21-20 í síðari leiknum í Porto nú í kvöld, dugði það til þess að liðið kæmist til Frakklands. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur voru 46-44 Íslandi í vil. Íslenska liðið kemur þar með til að spila í hópi bestu liða í heiminum í janúar á næsta ári.  

Áfram Ísland