Ísland sigraði rétt í þessu silfurliðinu frá HM í fyrra í öðrum leik sínum á EM. Lokatölur 23-19 þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með góðum lokakafla.

Mikil barátta einkenndi byrjun leiksins og var lítið skorað, eftir 10 mín. leik var staðan 2-2. Íslenska liðið var fyrra til að leysa það og leiddu næstu mínútur, komust í 5-3 og á 20. mín var staðan 6-4. Slóvenarnir gáfust ekki upp og skiptust liðin á að skora næstu mínútur. Íslendingar skoruðu þó síðasta mark fyrrihálfleiks og leiddu í hálfleik 10-7.

Íslendingar mættu grimmir í seinni hálfleik, komust 5 mörkum yfir og leiddu eftir 11-15 eftir 40 mínútur. Slóvenar fóru þó fljótlega að vinna sig aftur inn í leikinn og minkuðu muninn í 2 mörk. Eftir 50 mínútna leik var staðan 18-15 fyrir Íslandi. Slóvenar skoruðu þá 2 mörk í röð og minkuðu muninn í 1 mark. Íslendingar svöruðu hinsvegar með 2 mörkum í röð. Íslensku strákarnir reyndust svo sterkari á loka kaflanum og kláruðu leikinn 23-19.

Maður leiksins var valinn Grétar Ari Guðjónsson

Markaskorarar:

Óðinn Þór Ríkharðsson – 5, Hákon Daði Styrmisson – 3, Arnar Freyr Arnarsson – 3, Elvar Örn Jónsson – 3, Sturla Magnússon – 2, Sigtryggur Rúnarsson – 2, Kristján Örn Kristjánsson – 1, Aron Dagur Pálsson – 1, Ómar Ingi Magnússon – 1, Birkir Benediktsson – 1

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson – 15/19 (44%)

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir