Ísland tryggði sér 7. sæti á EM U-20 í Danmörku með 38-33 sigri á Póllandi. 
Besti árangur U-20 liðs á EM.

Fyrri hálfleikur spilaðist af miklum hraða. Ísland spilaði frábæran sóknaleik allan fyrri hálfleikinn sem skilaði 7 marka forustu. Varnarleikur og markvarsla voru þó ekki á pari en sóknarleikurinn skilaði þessari forustu. Ísland byrjaði af krafti og komust í 4-1, Pólverjar minnkuðu muninn þó muninn í 1 mark 4-3 eftir 5 mínútur. Ísland bætti aftur í, komust í 8-5 og náðu svo 14-8 forustu um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir að Ísland komst 6 mörkum yfir var meira jafnræði með liðunum og þau skiptust á að skora. Staðan í hálfleik var 21-14 fyrir Íslandi. Grétar Ari var með 4 bolta varða í fyrri hálfleik.

Íslensku strákarnir byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og bættu áfram í, náðu 9 marka forustu eftir 40 mínútur, 27-18. Pólverjar bættu þá í og tóku við að minnka forustuna meðan íslenska sóknin hikstaði. Pólverjar skoruðu 10 mörk á móti 2 íslenskum og munurinn því aðeins 2 mörk, 32-30, þegar innan við 10 mínútur lifðu leiks. Nær komust Pólverjar þó ekki. Ísland bætti afur í og kláruðu strákarnir leikinn með kassann úti, 38-33. Einar Baldvin var með 8 bolta varða í seinni hálfleik. Það fór hinsvegar lítið fyrir varnarleik hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik.

Glæsilegur íslenskur sigur þar sem frábær sóknarleikur tryggði Íslandi 7. sæti á Evrópumeistaramóti landsliða U-20.

Maður leiksins var valinn Elvar Örn Jónsson

Markaskorarar:

Óðinn Þór Ríkharðsson – 7, Birkir Benediktsson – 6, Elvar Örn Jónsson – 5, Leonharð Þorgeir Harðarson – 5, Hákon Daði Styrmisson – 4, Ýmir Örn Gíslason – 2, Arnar Freyr Arnarsson – 2, Kristján Örn Kristjánsson – 2, Dagur Arnarsson – 2, Sturla Magnússon – 2, Ómar Ingi Magnússon – 1

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson 4/14 (22,2%)

Einar Baldvin Baldvinsson 8/19 (29,6%)

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Stöðuna á mótinu má sjá hér.

Fylgist endilega með okkur á 
Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine

Snapchat reikningur strákanna er u96.strakarnir

Íslenska liðið sem tryggði sér 7. sæti #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Íslenska liðið sem tryggði sér 7. sæti á EM U-20 í Danmörku

Ísland Pólland 32-26 50 mín #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Leikhlé hjá íslenska liðinu

Ísland Pólland 27-18 40 mín Donni skorar mark #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Kristján Örn skorar mark

Ísland Pólland 16-9 20 min #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Íslenska vörnin

Ísland Pólland kl 7:30 Þjóðsöngur #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Þjóðsöngur – strákarnir tók vel undirBirkir skorar eitt af mörkunum 6Vel varið hjá Einari.