U-18 ára landslið karla tapaði gegn Þýskalandi í lokaleik á æfingamótinu í Lübeck í Þýskalandi.

Það voru Þjóðverjar sem höfðu sigur á mótinu, unnu alla sína leiki. Danir lentu í 2. sæti, Ísland í 3.sæti og að lokum var það Ísrael sem rak lestina.

Leikurinn var spennandi þó Þjóðverjar hafi haft yfirhöndina mest allan tímann, strákarnir náðu að jafna seint í seinni hálfleik og þá virtist möguleiki vera til að síga frammúr en Þjóðverjar réttu sinn hlut og sigruðu að lokum 34 – 30. 

Mörk Íslands:

Gísli Þorgeir Kristjánsson 9, Kristófer Dagur Sigurðsson 6, Bjarni Valdimarsson 6, Sveinn Jóhannsson 3, Ágúst Gretarsson 3, Arnar Guðmundsson 2 og Úlfur Kjartansson 1.

 Andri Scheving varði 13. 

Næst á dagskrá er Evrópumótið í Króatíu en það hefst 11. ágúst.