Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða karla lauk lauk í gær.

Ísland endaði í 2. sæti í B-riðli með jafn mörg stig og Spánverjar en lakari markatölu.

Ísland og Spánn fara bæði í milliriðil úr B-riðli með 1 stig. Þar munu þau mæta Frökkum og Pólverjum úr A-riðli.

Frakkar, núverandi heims- og Evrópumeistarar í sínum aldursflokki, unnu A-riðil sannfærandi og taka 2 stig með sér í milliriðil. Pólverjar tryggðu sér sæti í milliriðli með sigri á Serbum í gær en fara stigalausir í milliriðilinn.

Í hinum milliriðlinum mætast Þjóðverjar, Norðmenn, Danir og Króatar.

Norðmenn (2 stig) og Danir (0 stig) koma úr C-riðli og Þjóðverjar (2 stig) og Króatar (0 stig) koma úr D-riðli.

Tvö efstu liðin í milliriðli komast í undanúrslit en liðin í 3. og 4. sæti spila um 5-8 sæti.

Fyrri leikur Íslands er á móti Pólverjum á morgun kl 12:00. Leikurinn við Frakka er degi seinna.

Nánari upplýsingar um úrslit í riðlakeppninni og stöðu í milliriðlunum má nálgast hér.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine

Snapchat – u96.strakarnirFrídagur í dag Fundur úti – smá rigning #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on