Ísland og Spánn gerðu jafntefli í uppgjöri toppliða B-riðils EM U-20 í leik þar sem Spánverjar jafna úr víti þegar leiktíminn er úti. Spánverjar vinna því riðilinn á betri markatölu. Liðin munu svo deila með sér stigunum þegar milliriðlar hefjast á þriðjudag.

Mikill hraði, barátta og jafnræði einkenndi byrjun leiksins, brottrekstrar á bæði lið. Jafnt var á öllum tölum fram yfir miðjan fyrrihálfleik. Í stöðunni 8-8 skoruðu íslenski strákarnir 3 mörk í röð, var það fyrsta skiptið í leiknum sem munurinn var meira en 1 mark. Strákarnir komust svo 4 mörkum yfir 14-10. Spánverjar löguðu þó stöðuna fyrir hálfleik, staðan í hálfleik, 15-13.

Spánverjar minnkuðu munin strax í 1 mark í byrjun seinnihálfleiks. Strákarnir bættu þá aftur í og leiddu 21-18 eftir 40 mínútur. Sami munur hélst næstu mínútur þangað til Spánverjar skoruðu 4 mörk í röð og komust yfir, 23-24, eftir 49. mínútna leik. Ísland svaraði þá með 3 mörkum og komust aftur yfir 26-24. 8 mínútur til leiksloka og æsispennandi lokamínútur framundan. Mikill fjöldi brottrekstra var í leiknum og um tíma voru strákarnir 2 færri í lok leiks. Spánverjar náðu þó ekki að nýta sér það sem skyldi og þegar 4 mínútur voru til leiksloka var staðan 27-26. Þegar tæpar 2 mínútur voru til leiksloka var brotið á Leonharð að fara inn úr horninu, víti og rautt. Ómar fór á punktinn, skaut í slá, náði frákastinu og skoraði, gríðarlega mikilvægt mark, staðan 28-26. Íslenski strákarnir skoruðu þó ekki fleiri mörk í leiknum, þrátt fyrir að vera manni fleiri. Í lokasókn strákanna kemst spænskur leikmaður inn í sendingu, 20 sek til leiksloka. Rétt áður en loka flauta leiksins gellur, dæma þýsku dómararnir víti sem Spánverjar skora úr.

Lokatölur 28-28 í æsispennandi leik og ljóst að bæði lið taka 1 stig með sér í milliriðil.

Maður leiksins var valinn Grétar Ari Guðjónsson

Markaskorarar:

Ómar Ingi Magnússon – 6, Óðinn Þór Ríkharðsson – 4, Sturla Magnússon – 3, Birkir Benediktsson – 3, Sigtryggur Jónsson – 2, Elvar Örn Jónsson – 2, Egill Magnússon – 2, Arnar Freyr Arnarsson – 2, Hákon Daði Styrmisson – 2, Aron Dagur Pálsson – 1, Kristján Örn Kristjánsson – 1

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson 25/28 (47%)

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Lokastöðuna í riðlunum má sjá hér.

Nánari tölfræði úr leiknum má nálgast hér.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

 

Ísland Spánn 28-28 Leikslok #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Grétar Ari tekur við verðlaunum sem maður leiksins.