Á morgun fimmtudag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Dregið verður í riðlana
 fjóra í París klukkan 12.00 að íslenskum tíma og verða 24 lið í pottinum. 

Ísland er í fjórða styrkleikaflokk, dregið verður í 4 riðla og verða 6 lið í hverjum riðli.

Styrkleikaflokkana má sjá hér fyrir neðan:

1: Frakkland, Þýskaland, Katar, Spánn.

2: Króatía, Slóvenía, Danmörk, Pólland.

3: Svíþjóð, Rússland, Hvíta-Rússland, Makedónía.

4: Ungverjaland, Ísland, Brasilía, Egyptaland

5: Túnis, Chile, Bahrain, Japan.

6: Argentína, Angóla, Sádí-Arabía, Noregur

Nánari upplýsingar um HM í Frakklandi má finna
hér