Ísland mætti í dag heimamönnum í Sviss í fyrsta leik á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Íslendingar sigruðu með 23 mörkum gegn 21 marki.

Strákarnir mættu mjög ákveðnir til leiks og leiddu 7-2 eftir 10 mínútna leik. Svisslendingar vöknuðu þá, eftir leikhlé hjá þjálfaranum og minnkuðu muninn í 1 mark, 9-8 á 18. mínútu. Jafnræði var með liðunum það sem lifði fyrri hálfleiks og var staðan að honum loknum 12-11 fyrir Íslandi.

Áfram var nokkuð jafnt á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en Sviss þó aðeins sterkari og komust þeir yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu 13-14. Liðin skiptust á að ná forustu næstu mínútur og var munurinn aldrei meiri en 2 mörk fyrr en á 56. mínútu þegar Ísland komst í 22-19. Svisslendingar reyndu hvað þeir gátu á loka mínútunum en strákarnir gerðu sitt og lönduðu 23-21 sigri.

Maður leiksins var valinn Aron Dagur Pálsson

Markaskorarar:

Óðinn Ríkharðsson – 5 mörk

Ómar Ingi Magnússon – 5 mörk

Gísli Þorgeir Kristjánsson – 4 mörk

Hákon Daði Styrmisson – 2 mörk

Aron Dagur Pálsson – 2 mörk

Dagur Arnarsson – 2 mörk

Elvar Örn Jónsson – 1 mark

Arnar Freyr Arnarsson – 1 mark

Sturla Magnússon – 1 mark

Markmenn:

Grétar Ari Guðjónsson – 9/20 (45%), spilaði allan fyrri hálfleik

Einar Baldvin Baldvinsson – 6/16 (38%), spilaði allan seinni hálfleik

Nánari upplýsingar um tölfræði og framgang leiksins má sjá á liveticker Svissneska sambandsins

Næsti leikur Íslands er á morgun kl 13:00 á móti Þýskalandi.
Sem unnu Spánverja í dag í hörkuleik með 26 mörkum gegn 25.

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á
Twitter og
Instagram