Stelpurnar okkar unnu góðan sigur á Georgíu í dag í síðasta leik millirðilsins.

Leikurinn var jafn framan af og hafði Georgía eins marks forystu í hálfleik, 9-10.

Í síðari hálfleik kom góður leikkafli okkar stúlkna þar sem við hristum þær georgísku af okkur og unnum góðan sigur 22-16. 

Mörk Íslands í leiknum:

Andrea Jacobsen 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 3, Lovísa Thompson 3,

Alexandra Diljá Birkisdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.

Íslensku stúlkurnar unnu þar með milliriðilinn:

Á morgun spila stelpurnar við Færeyjar í leik um 13. sætið á mótinu.

Leikurinn hefst kl. 9.30 að íslenskum tíma.