Ísland og Spánn mætast kl 18:00 í úrslitaleik um sigur í B-riðli á EM U-20 í Danmörku. Um sannkallaðan 4 stiga leik er að ræða þar sem sigurvegarinn mun ekki einungis sigra riðilinn heldur mun hann taka 2 dýrmæt stig með sér í milliriðil.

Óhætt er að segja að þessi lið kannist við hvort annað þar sem þau hafa mæst fjórum sinnum á síðastliðnu ári. 

 • Fyrst á Opna Evrópumótinu fyrir ári síðan,
  28-27
 • Í annað skiptið í riðlakeppni HM U-19,
  25-24
 • Aftur á HM í leiknum um 3. sætið,
  26-22
 • Að lokum fyrir mánuði síðan á æfingamóti í Sviss í undirbúningi fyrir EM,
  30-23, í leik þar sem allt var jafn þar til 10 mín voru eftir en þá brotnuðu Spánverjar við að missa leikmann af velli.

Fjórið íslenskir sigrar, en í dag er nýr leikur og þá telur sagan ekkert. Liðin þekkja leik hvors annars út og inn og ljóst að um hörkuleik er að ræða.

Spánverjar enduðu sem fyrr segir í 4. sæti á HM U-19 í Rússlandi í fyrra.

Fyrsti leikur Spánverja hér á EM var gegn Slóvenum, Spánverjar höfðu sigur,
21-20, í hörkuleik

Spánverjar lögðu svo Rússa nokkuð þægilega að velli í öðrum leik sínum,
34-23

Íslenska liðið byrjaði mótið á erfiðum sigri á Rússum,
32-31, þar sem vörnin hjá íslenska liðinu var ekki alveg nógu sterk.

Íslensku strákarnir sýndu svo sitt rétta andlit í sigri á Slóvenum í 2. leik sínum,
23-19.

Allar upplýsingar um EM má finna á hér.

Stöðuna í riðlunum má sjá hér.

Leikur Íslands og Spánn hefst kl 18:00 í dag og er, eins og aðrir leikir í þessu móti,
í beinni útsendingu.

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á
Twitter,
Instagram og
Vine

Fylgist líka með strákunum á Snapchat, u96.strakarnir