Stelpurnar okkar í u-18 ára landsliði kvenna tryggðu sér í dag 13. sætið á European Open með góðum sigri á nágrönnum okkar frá Færeyjum.

Liðin héldust í hendur framan af leik og var staðan í hálfleik 9-8 íslensku stelpunum í vil.

Í síðari hálfleik héldu okkar stelpur áfram þaðan sem frá var horfið og skiluðu góðum sigri 17-15.

Mörk Íslands í leiknum:

Lovísa Thompson 5, Andrea Jacobsen 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Alexandra Diljá Birkisdóttir 2, Sandra Erlingsdóttir 1.