Ísland mætti í dag Danmörku á EM U-20 í Danmörku. Leikurinn var umspilsleikur um hvort liðið spilaði um 5. sæti á mótinu. Lokatölur 28-24 fyrir Dönum og munu íslensku strákarnir því spila um 7. sæti á sunnudaginn kl 7:30.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora. Ísland hafði frumkvæðið í upphafi leiks en náði þó aldri meira en tveggja marka forustu, fyrst 4-2 eftir 5 mínútna leik. Íslensku strákarnir leiddu fyrri hluta hálfleiksins en þá náðu Danir góðri rispu og komust yfir í stöðunni 8-9. Danir héldu frumkvæðinu næstu mínúturnar og voru undan að skora. Þegar innan við 10 mínútur voru í hálfleik náðu strákarnir undirtökunum aftur með góðum kafla, skoruðu 3 mörk í röð og breyttu stöðunni úr 12-13 í 15-13. Þeir náðu svo fyrst 4 marka forustu eftir 29 mínútur. Staðan í hálfleik 18-15 fyrir Íslandi. Grétar Ari var með 11 bolta varða í fyrri hálfleik.

Danir mættu grimmir í seinni hálfleik, jöfnuðu fljótlega og tóku svo forustu eftir rúmar 5 mínútur, 6-2 kafli hjá Dönunum og Ísland tók leikhlé í stöðunni 20-22. Við leikhléið batnaði leikur íslenska liðsins, en einungis svo að þeir héldu í við Danina. Jafnræði var á með liðunum, þar sem Danirnir leiddu með 1-2 mörkum fram á 54. mínútu, en þá náðu Danirnir fyrst 3 marka forustu og íslensku þjálfararnir tóku leikhlé, staðan 27-30. Danirnir mættu hinsvegar tvíefldir til leiks eftir leikhléið og skoruðu 3 mörk í röð og lönduðu svo 6 marka sigri 28-34. 
Grétar Ari varði 7 bolta í seinni hálfleik.


Óhætt er að segja að seinni hálfleikur hjá strákunum hafi alls ekki verið nógu góður, Danir unni hann 19-10 og lítið gekk upp hjá okkar mönnum. Lokakafli leiksins var svo skelfilegur hjá íslensku strákunum sem misstu jafnan leik í stöðunni 27-28, þegar um 8 mínútur voru til leiksloka í 28-34 við leikslok.

Maður leiksins var valinn Hákon Daði Styrmisson

Markaskorarar:

Ómar Ingi Magnússon – 6, Hákon Daði Styrmisson – 5, Arnar Freyr Arnarsson – 4, Óðinn Þór Ríkharðsson – 4, Elvar Örn Jónsson – 3, Ýmir Örn Gíslason – 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson – 2, Sturla Magnússon – 1, Birkir Benediktsson – 1

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson 18/34 (34,6%)

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Stöðuna á mótinu má sjá hér.

Fylgist endilega með okkur á 
Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine

Snapchat reikningur strákanna er u96.strakarnir

 

Ísland Danmörk kl 11:00 Þjóðsöngur #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Strákarnir við þjóðsönginn

Ísland Danmörk 11-12 20 mín #hsi #handbolti #emu20dk #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Óðinn fer inn úr horninu

Ísland Danmörk 28-34 Lokatölur Ísland spilar um 7. sæti #hsi #handbolti #emu20dk #heartofhandball

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Vonbrigði í leikslok

 



Íslenska vörnin í leiknum



Siddi skorar annað marka sinna í leiknum.