Þann 1. júlí 2016 verður leikreglum í handbolta breytt og tekur breytingin gildi frá þeim tíma. Ný leikreglubók á ensku verður gefin út í sumar og væntanlega íslensk síðar í haust.

IHF hefur sent frá sér viðbótarkynningar með samsvarandi myndupptökum verða brátt tiltækar á vefsvæði IHF (www.ihf.info) en kynningarefnið má sjá hér að neðan.

Markmaður sem útispilari

Núverandi möguleiki þess að markmanni sé skipt út af fyrir útileikmann sem klæddur er í vesti verður áfram í fullu gildi. Til viðbótar því má sjöundi útileikmaður skipta við markmann. Í því tilfelli má leikmaðurinn ekki taka hlutverk markmannsins, þ.e. fara inn í markteiginn til þess að taka yfir stöðu markmannsins.

Þegar boltinn er í leik og einn hinna sjö útileikmanna fer inn í markteiginn og blokkar boltann (eða eyðileggur augljóslega upplagt markfæri), skal dæma mótherjunum vítakast. Ennfremur skal refsa viðkomandi leikmanni stighækkandi. Honum er einnig refsað stighækkandi ef lið hans tapar boltanum og leikmaðurinn reynir að ná forskoti með því að fara inn í markteig liðs síns .

Í tilfelli innáskiptingar skal beita núgildandi reglum.

Ef að lið sem þarf að framkvæma útkast er að spila án markmanns, þá verður markmaður (eða útileikmaður í vesti) að skipta við einn af útileikmönnunum.

Ef að lið mótherjanna fær að framkvæma aukakast eftir að lokamerki hefur verið gefið, er varnarliðinu heimilt að skipta útileikmanni fyrir markmann ef að liðið er að spila án markmanns á því augnabliki.


Ítarleg uppfærsla ákvæða Leikreglnanna er sem hér segir:

Regla 2:5 Innáskipting er leyfð þegar aukakast er framkvæmt eftir lokamerki.

Regla 4:1 Það er ekki lengur skylda að lið spili allan leikinn með markmann.

Áfram er heimilt að útileikmaður í vesti taki þátt.

Tilmæli um skiptingar markmanns við útileikmann.

Regla 12:2 Markmaður skal koma inn fyrir útileikmann þegar taka þarf útkast.

Skýring 2e Tímastöðvun þegar skipta þarf út útileikmanni fyrir markmann til þess að framkvæma útkast.

Leiðbeiningar Bein stighækkandi refsing útileikmanns sem fer inn í eigin markteig eftir að lið hans tapar boltanum og er að spila án markmanns.

Röng skipting ef ekki tekst að bera kennsl á hinn brotlega leikmann.

Vegna þessara breytinga á Reglunum má einnig tilgreina markmann á vellinum sem hinn ‚brotlega leikmann‘.

Meiddur leikmaður

Undanfarin ár höfum við horft upp á fleiri og fleiri tilfelli þar sem leikmaður biður um ónauðsynlega læknisaðstoð inni á leikvellinum til þess að brjóta upp taktinn í leiknum á óíþróttamannslegan hátt og tefja hann að óþörfu.

Þetta hefur haft neikvæð áhrif á leikinn og sjónvarpsútsendingar. Þær aðgerðir sem dómarar og eftirlitsmenn hafa gripið til hafa ekki dugað til þess að útrýma þessari framkomu.

Hér á eftir koma þær sérstöku leiðbeiningar sem eru í nýju Leikreglunum fyrir dómara og fulltrúa um það hvernig eigi að bregðast við þessum aðstæðum.

• Séu dómarar alveg vissir um að hinn meiddi leikmaður þurfi læknisaðstoð á vellinum skulu þeir strax stöðva tímann og veita heimild til að koma inn á völlinn (bendingar nr. 15 og 16).

• Í öllum öðrum tilfellum skulu dómarar biðja leikmanninn að standa upp og fá læknisaðstoð utan vallar áður en þeir sýna bendingu nr. 16. Sé aðeins sýnd bending nr. 15 (stöðvun leiktíma) þýðir það ekki að hinn meiddi leikmaður verði að yfirgefa leikvöllinn og að hann hafi tímabundið ekki heimild til þess að koma aftur inn á völlinn (sjá neðar).

• Leikmaður sem fékk læknisaðstoð utan vallar má koma aftur inn á völlinn hvenær sem er.

• Hverjum þeim leikmanni sem ekki fer eftir þessum ákvæðum skal refsa fyrir óíþróttamannslega hegðun.

• Ef að leikmanni, sem fékk læknisaðstoð inni á vellinum og þarf að bíða á skiptisvæðinu fram yfir þrjár sóknir liðs hans, er refsað með 2ja-mínútna brottvísun, þá má hann koma inn á völlinn við lok brottvísunartímans (óháð fjölda sókna sem spilaðar hafa verið).


Eftirfarandi ákvæðum er breytt sem hér segir:

• Eftir að hafa fengið læknisaðstoð inni á vellinum verður leikmaðurinn að yfirgefa leikvöllinn.

• Hann getur aðeins komið aftur inn á eftir þriðju sókn liðs síns.

• Það má skipta öðrum leikmanna inn á fyrir hann.

• Óháð töldum fjölda sókna, má leikmaðurinn koma aftur inn á leikvöllinn þegar leik er haldið áfram eftir hálfleikshlé.

• Ef að leikmaður kemur inn á leikvöllinn áður en þrem sóknum er lokið, skal refsa fyrir ólöglega innkomu (ranga skiptingu).

• Tímavörður / ritari / eftirlitsmaður er ábyrgur fyrir því að fylgjast með fjölda spilaðra sókna. Eftir þrjár sóknir, skal tímavörðurinn / ritarinn / eftirlitsmaðurinn upplýsa liðið á fullnægjandi hátt (til dæmis með því að fjarlægja spjaldið með númeri leikmannsins). Á ákvörðunina er litið að byggt sé á sýn þeirra á staðreyndum.

• Sókn hefst þegar valdi hefur verið náð á boltanum og endar þegar mark er skorað eða sóknarliðið tapar boltanum.

• Ef lið er með vald á boltanum þegar leikmaður þess þarfnast læknisaðstoðar á velli skal sú sókn teljast sem fyrsta sóknin.

• Í tveim aðstæðum þarf leikmaðurinn, sem fékk læknisaðstoð inni á vellinum, ekki að yfirgefa völlinn yfir þrjár sóknir liðs síns:

o ef að þörf er á aðhlynningu inni á vellinum vegna brots frá mótherja sem refsað er fyrir stighækkandi af dómurum;

o ef að skotið er í höfuð markmanns í varnaraðgerðum innan markteigs og þörf er á aðhlynningu inni á vellinum.

• Eftir að dómarar hafa veitt liði leyfi fyrir tvo starfsmenn með þátttökurétt að koma inn á völlinn meðan á leikstöðvun stendur til þess að veita meiddum leikmanni læknisaðstoð, þá er liðinu ekki heimilt að neita að koma inn á völlinn og veita meidda leikmanninum læknisaðstoð inni á vellinum. Ef að liðið fer ekki eftir þessu ákvæði þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, skal refsa ábyrgum liðsfulltrúa stighækkandi.

Ítarleg uppfærsla ákvæða Leikreglnanna er sem hér segir:

Regla 4:11 Ákvæði um að leikmaður, sem fékk læknisaðstoð inni á vellinum, verður að yfirgefa völlinn fram yfir þrjár sóknir eigin liðs.

Fjöldi sókna er núllaður við lok hálfleiks.

Refsing fyrir að koma of snemma inn á völlinn (röng skipting).

Athugið að landssambönd mega fresta þessu ákvæði í yngri flokkum.

Regla 18:1 Viðbót við sameiginlega ábyrgð tímavarðar og ritara. Ákvörðun byggir á sýn þeirra á staðreyndum.

Skýring 8 Ný skýring sem útlistar einstök ákvæði og nákvæmar aðgerðir.

Leikleysa

Margir þjálfarar eru vissir um að þessum regluákvæðum sé ekki beitt á sama hátt af dómurum, sérstaklega eftir að bending um leikleysu hefur verið sýnd. Þeir óska eftir breytingu sem ætti að gefa öllum dómurum aukin hlutlæg viðmið sem tryggja samræmdari túlkun á Reglunum. Tillit var tekið til þessara athugasemda þegar eftirfarandi breytingar voru samdar.

Jafnframt biðjum við dómara um samræmi í refsingum á brotum varnarliðsins sem kalla á stighækkandi refsingar í þessum aðstæðum.

Reglur 7:11 og 7:12 eiga ennþá við, ákvæði Skýringar nr. 4, Kaflar A, B, C og Viðauki E haldast óbreytt. Dómurum er heimilt að flauta leikleysu hvenær sem er eftir að viðvörunarmerkið hefur verið sýnt og jafnvel þó að viðvörunarmerkið hafi ekki verið sýnt, ef sóknarliðið gerir enga tilraun til þess að skapa markfæri.

Regla 17:12 og Skýring nr. 4, Kafli D, er útlistuð eins og hér segir:

• Eftir að annar eða báðir dómararnir hafa sýnt viðvörunarmerkið hefur sóknarliðið alls 6 sendingar til þess að ná skoti á markið. Ef ekki er skotið á markið, flauta dómararnir leikleysu (fríkast til handa mótherjunum).

• Ef að fríkast eða innkast er dæmt til handa sóknarliði, er talning sendinga ekki rofin. Það á einnig við ef kast er blokkað af varnarliði.

• Ef ekki næst vald á bolta eftir sendingartilraun vegna brots sem varnarliði er refsað fyrir, þá er það ekki talið sem sending. Það sama á við ef að varnarmaður stýrir sendingartilraun út yfir hliðarlínu eða ytri marklínu, eða ef skottilraun er blokkuð af varnarmanni .

Ákvörðun dómara um fjölda sendinga er ákvörðun byggð á sýn þeirra á staðreyndum.

Ef að varnarliðið reynir að trufla sendingar sóknarliðsins með því að brjóta samkvæmt Reglu 8:3, verður að halda samræmi í að beita stighækkandi refsingum.

Ef að varnarliðið brýtur eftir sjöttu sendingu og brotið leiðir til fríkasts til handa sóknarliðinu, þá má sóknarliðið gefa eina viðbótarsendingu til þess að klára sóknina, auk þess að mega skjóta beint úr fríkastinu. Það sama á við í tilfelli innkasts. Ef að skot sem tekið er eftir sjöttu sendingu er blokkað af varnarliðinu og boltinn fer til sóknarmanns, þá á sóknarliðið þann möguleika að klára sóknina með einni viðbótarsendingu.

Ítarleg uppfærsla ákvæða Leikreglnanna er sem hér segir:

Regla 7:12 Eftir að viðvörunarmerkið hefur verið gefið hefur sóknarliðið mest 6 sendingar til þess að ná skoti á markið.

Athugasemd sem vísar til þess að ákvörðunin byggir á sýn dómaranna á staðreyndum.

Skýring 4D Undantekningar þegar sendingar eru taldar.

Skýring 4D2 Refsing þegar sendingar eru truflaðar með brotum sem refsa skal fyrir stighækkandi.

Skýring 4D3a Talning sendinga er ekki rofin ef að sóknarliðið fær fríkast eða innkast eða ef skot er blokkað af varnarliðinu.

Skýring 4D3b Ein viðbótarsending til sóknarliðsins þegar skotið er á markið eftir sjöttu sendingu og dómarinn flautar fríkast vegna brots af hálfu varnarliðsins.

Ein viðbótarsending ef skottilraun eftir sjöttu sendingu er blokkuð af varnarliðinu og boltinn fer yfir hliðarlínu eða ytri marklínu eða ef boltinn fer til sóknarliðsins.

Leiðb. Viðauki 3 Stuðningur við þjálfun í talningu hinna 6 sendinga (dæmi).

Síðustu 30 sekúndurnar

Síðan Leikreglunum var breytt 2005, hefur óíþróttamannslegri hegðun (til dæmis að hindra töku frumkasts) eða alvarlegum brotum á síðustu mínútu leiksins verið refsað samkvæmt sérstökum ákvæðum. Leikmaðurinn var útilokaður og dómararnir skiluðu in skriflegri skýrslu sem leiddi til leikbanns í flestum tilfellum. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir hefur árangurinn verið takmarkaður. Þegar nauðsynlegt var að ná naumu forskoti á mótherjann eða að halda jafntefli, voru liðin og leikmennirnir oft tilbúin til þess að taka þá áhættu að vera vísað af velli til þess að hindra það að mótherjinn skapaði markfæri og að þeir jöfnuðu eða ynnu leikinn.

Með því að viðhalda öllum núgildandi aðgerðum og viðmiðunum samkvæmt Reglum 8:10c og 8:10d, er refsiákvæðum þessara brota breytt sem hér segir:

• Í stað útilokunar með skriflegri skýrslu er hinum brotlega leikmanni / starfsmanni refsað með útilokun án skýrslu. Ennfremur er dæmt vítakast til handa mótherjunum.

• Útilokun með skriflegri skýrslu er aðeins veitt samkvæmt Reglum 8:10c og 8:10d ef dómararnir telja að brotið sé sérstaklega alvarlegt brot á Reglum 8:6 eða 8:10a-b.

• Því tímabili sem beita skal þesssu sérstaka ákvæði (síðasta mínúta leiksins) er breytt í síðustu 30 sekúndur leiksins. Hinn ákvarðandi punktur er að brotið sé framkvæmt á síðustu 30 sekúndum leiksins eða þegar lokamerkið gellur.

Þar sem aðgerðir og viðmið Reglna 8:10c og 8:10d haldast óbreytt, þá eru engar breytingar á þeim tilfellum þar sem þessum ákvæðum er beitt.

Ef að boltinn er úr leik (Regla 8:10c), er hindrun eða töf á framkvæmt frumkasts, fríkasts, innkasts eða útkasts á síðustu 30 sekúndum leiksins refsað með útilokun og vítakasti. Þetta á við allar tegundir af truflunum, til dæmis að halda mótherja, trufla kastara ólöglega eða hindra kastara í að senda sem og að stöðva sendingu til kastarans, trufla móttöku boltans, sleppa ekki boltanum. Þessi regla á einnig við ef að leikurinn er truflaður með rangri innáskiptingu varnarliðsins sem hindrar eða tefur framkvæmd kastsins.

Ef að boltinn er í leik (Regla 8:10d) og sóknarliðið er hindrað með broti sem fellur undir 8:5 eða 8:6 (útilokun) á síðustu 30 sekúndunum í að ná upplögðu markfæri, þá er hinn brotlegi leikmaður útilokaður. Vítakast er dæmt til handa mótherjunum.

Þessi regla á ekki við ef að brotið var á leikmanni samkvæmt reglum 8:2 til 8:4 , þar sem þeirri aðgerð er refsað með fríkasti eða 2ja mínútna brottvísun.




Eftirfarandi punkta þarf að hafa til hliðsjónar við refsingu slíkra brota á Reglunum:

• Ef að leikmanninum, sem á var brotið, tekst að skora mark, er hinn brotlegi leikmaður útilokaður og vítakast er ekki dæmt.

• Ef að leikmanninum, sem á var brotið, tekst að senda boltann á samherja þrátt fyrir brot, þá er rétt að bíða eftir niðurstöðu þess. Ef samherjinn skorar mark, þá er það dæmt og vítakasti sleppt. Brotlegi leikmaðurinn er útilokaður.

• Ef að samherjinn sem fær boltann sendir hann til annars samherja, stöðva dómararnir leikinn og dæma vítakast. Brotlegi leikmaðurinn er útilokaður.

• Ef að sóknarliðið nær ekki að skora mark í þessum aðstæðum, þá er brotlegi leikmaðurinn útilokaður og vítakast dæmt til handa sóknarliðinu.

Í þessu tilfelli er vítakast ekki dæmt sökum þess að upplögðu markfæri er spillt, heldur er það viðbótarrefsing fyrir brot sem fellur undir Reglu 8:5 eða 8:6 á síðustu 30 sekúndum leiksins.

Á sama hátt gilda ofangreind ákvæði ef að starfsmaður liðs sýnir af sér grófa óíþróttamannslega hegðun á síðustu 30 sekúndum leiksins í samræmi við Reglu 8:10a eða 8:10b (I) þ.e. ógnandi eða móðgandi hegðun, eða truflun á leiknum inni á vellinum eða frá skiptimannasvæðinu.

Ef það verður árekstur á milli markmanns og andstæðings utan markteigs í hraðaupphlaupi á síðustu 30 sekúndum leiksins, á vítakast við samkvæmt Athugasemd við Reglu 8:5 (síðasta málsgrein). Þessi breyting á Reglunum skal alltaf þýða að vítakast sé dæmt ef að markmaður er brotlegur samkvæmt Reglu 8:6 í þessu tilfelli.




Ítarleg uppfærsla ákvæða Leikreglnanna er sem hér segir:

Regla 8:6, Ath.semd Síðustu 30 sekúndur.

Regla 8:10c Boltinn er úr leik.

Regla 8:10d Boltinn er í leik.

Öðlast forskot.

Regla 14:1d Vítakast samkvæmt 8:10c eða 8:10d.

Leiðbeiningar Upphaf síðustu 30 sekúndnanna.

Leiðbeiningar Nákvæmni varðandi truflun á framkvæmd kasts.

Leiðbeiningar Tímasetning brots sem fellur undir Reglu 8:10c-d.

Leiðbeiningar Framkvæmd við ranga skiptingu.

Leiðbeiningar Framkvæmd við brot markmanns.



Bláa spjaldið

Það er oft ekki ljóst fyrir liðum leiksins, fjölmiðlum eða áhorfendum hvort að útilokun sé beitt af dómurum með skriflegri skýrslu (þ.e. með auknum viðurlögum) eða án skýrslu (engin frekari áhrif á komandi leiki).

Eftirfarandi breyting skýrir aðstæður betur:

Ef dómararnir sýna bláa spjaldið eftir að hafa sýnt rauða spjaldið, þá er skrifleg skýrsla send til þar til bærs aðila sem er ábyrgur fyrir frekari viðurlögum. Þar af leiðir að útilokun er áfram veitt með því að sýna rauða spjaldið; bláa spjaldið er sýnt til nánari upplýsinga.




Ítarleg uppfærsla ákvæða Leikreglnanna er sem hér segir

:

Regla 16:7 Tilvísun í IHF bendingar.

Regla 16:8 Málsmeðferð útilokunar með skriflegri skýrslu.

IHF bending 13 Ný bending með gulu, rauðu og bláu spjaldi.