Evrópukeppni 18 ára landsliða fer fram í Króatíu næstu 2 vikurnar og komu íslensku strákarnir inná hótel í Koprivnica nú undir kvöld.

Íslensku strákarnir eru í riðli með heimamönnum í Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi. Það er ljóst að þetta er virkilega erfiður riðill og verður fróðlegt að fylgjast með íslenska liðinu.

Fyrsti leikur íslensku strákanna er á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 17,30 gegn Króötum í Koprivnica. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á
youtube síðu mótsins

Þjálfarar liðsins eru hinir þrautreyndu Einar Guðmundsson og Kristján Arason.

Hægt verður að fylgjast með strákunum á samfélagsmiðlum HSÍ sem verða uppfærðir reglulega á meðan mótinu stendur.