U-18 ára landslið karla vann Ísrael 42-39 í sannkölluðum markaleik á æfingamóti í Lübeck í Þýskalandi.

Strákarnir náðu fljótt undirtökum í leiknum og voru um stund komnir með 9 marka forskot.

Það var lítið vitað um ísraelska liðið fyrir keppnina en Ísrael hefur átt ágæt lið í gegnum tíðina.

Strákarnir yfirspiluðu Ísraelana en í lok leiks náðu þeir með hjálp strákana að komast óþægilega nálægt þegar 2 marka munur var þegar 2 mínútur voru eftir.

En svo sigldu þeir þessu heim eins og áður sagði 42-39.

Mörk Íslands:

Ágúst Grétarson 7, Jóhann Kaldal Jóhannsson 5, Sveinn Jóhannsson 5, Elliði Viðarsson 5, Teitur Einarsson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Örn Östenberg 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Arnar Guðmundsson 2, Bjarni Valdimarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Teitur Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson með 1 hver.

Andri Scheving varði 4 skot og Andri Ísak Sigfússon varði 5 skot. 

Ísland leikur við Þýskaland á morgun kl.15.30 á íslenskum tíma. 

Nú stendur yfir leikur Þýskalands og Danmerkur og er nánast full höllin og mikil stemning. Því má búast við miklum látum á morgun

Hægt er að fylgjast nánar með ferð strákanna á
facebook síðu þeirra.

Sýnt er beint frá leikjunum í gegnum livestream, linkur á leikinn kemur á facebook síðu strákanna á morgun.