Nú í hádeginu var dregið í undanriðla fyrir HM kvenna 2017, stelpurnar okkar verða í 3. riðli.

Andstæðingar okkar í riðlinum verða Austurríki, Makedónía og Færeyjar. 

Undankeppnin hefst með tveimur leikjum í október og þá verða fjórir leikir spilaði í nóvember og desember. Tvö efstu liðin í riðlinum  komast áfram í umspil um laust sæti á heimsmeistaramótinu 2017 en umspilið fer fram í júní á næsta ári.

Heimsmeistaramótið 2017 fer fram í Þýskalandi.