Í dag hefur u-18 ára landslið kvenna þátttöku sína á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð.

Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi lent í mjög sterkum riðli en hann skipa Noregur, Svartfjallaland, ÍSLAND, Rúmenía og Sviss.

Leikjaplan íslenska liðsins:

4. júlí          kl.13.00        Ísland – Rúmenía

                    kl.17.30        Svartfjallaland – Ísland

5. júlí          kl.11.00        Ísland – Sviss

                    kl.14.30       Ísland – Noregur

Milliriðlar fara fram 6. og 7. júlí og þá er leikið um sæti 8. júlí.

Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Upplýsingar um úrslit og markaskorar koma inn á heimasíðu HSÍ.