
A landslið karla | Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar liðið áfram Handknattleikssamband Íslands og Guðmundur Þ. Guðmundsson undirrituðu í dag samkomulag þess efnis að Guðmundur verði áfram þjálfari A landsliðs karla fram yfir Ólympíuleikana 2024. Guðmundur þjálfaði íslenska landsliðið 2001 – 2004 og 2008 – 2012 áður en hann tók við liðinu í þriðja sinn 2018….