A landslið kvenna | Góður dagur í Kastamanu

Stelpurnar okkar héldu í dag áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn stóra gegn Tyrkjum á morgun. Leikmenn fengu að sofa út í morgun til að ná endanlega ferðaþreytunni úr sér. Fyrri part dags var og frjáls tími sem stelpurnar nýttu í göngutúr í nágrenni hótelins ásamt hvíld.

Eftir hádegi fundaði Hlynur Morthens markmannsþjálfari liðsins með markmönnum liðsins og á sama tíma funduðu þeir Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson með útileikmönnum liðsins. Stelpurnar æfðu svo aftur í keppnishöllinni seinnipartinn og var æft af miklum krafti í 90 mínútur.

Ísland mætir Tyrklandi á morgun og hefst leikurinn kl.16:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.