A landslið kvenna | Frábær sigur gegn Tyrklandi

Stelpurnar okkar léku gegn Tyrklandi á Ásvöllum í dag í undankeppni EM 2022. Olís bauð frítt á leikinn og mættu um 1300 áhorfendur í þeirra boði og stemningin á Ásvöllum var stórkostleg.

Ísland byrjaði leikinn af krafti og náðu mest átta marka forystu í fyrri hálfleik. Liðið spilaði vel í vörn og sókn og markvarslan var góð. Þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks var staðan 15 – 9.

Tyrkneska liðið kom af krafti inn í síðari hálfleik og náðu að minnka forystu íslenska liðsins niður í fjögur mörk. Stelpurnar okkar náðu að svara vel fyrir sig og sjö marka sigur staðreynt og lokatölur 29 – 22.

Mörk Íslands:
Unnur Ómarsdóttir 7, Lovísa Thompson 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Sandra Erlingsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Andrea Jacobsen 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1 mark.

Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 6 og Hafdís Renötudóttir 5 skot.

Stelpurnar okkar eiga næst heimaleik gegn Svíþjóð á Ásvöllum miðvikudaginn 20. apríl nk.