Coca Cola bikarinn | Haukar bikarmeistarar í 3.kv.

Haukarstúlkur eru bikarmeistarar í 3.kv. eftir afar sannfærandi sigur á stöllum sínum í Fram á Ásvöllum í kvöld.

Það var góð mæting Ásvelli og frábært andrúmsloft þegar liðin mætust í kvöld, Haukastúlkur náðu forystu strax strax í upphafi leiks og voru 13 mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik dró áfram í sundur með liðunum og að lokum unnu Haukar 25 marka sigur, 40-15.

Markahæstar í liði Hauka voru Elín Klara Þorkelsdóttir með 13 mörk en Þóra Hrafnkelsdóttir og Rakel Oddný Guðmundsdóttur skoruðu 6 mörk hvor. Í Fram var Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir markahæst með 4 mörk og Margrét Björg Castillo skoraði 3 mörk.

Elín Klara Þorkelsdóttir var valinn maður leiksins.

Við óskum Haukum innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.