Frábær mæting var á markvarðaæfingu HSÍ síðasta sunnudag. Æfingin var í umsjá Magnúsar Inga Stefánssonar, Írisar Bjarkar Símonardóttur og Sögu Sifjar Gísladóttur.

Markvarðateymi ætlar að halda áfram og næsta æfing er á sunnudaginn milli 10-11 í Víkinni. Æfingin er opin fyrir alla áhugasama markverði í karla- og kvennaflokki, þjálfara og foreldra.

Markverðir eru beðnir um að mæta með brúsa, bolta og sippuband.