Olís deild kvenna | Tímabilið lengt vegna frestaðra leikja

Vegna fjölda smita í vetur og fjölda leikja sem hafa þurft að fara í frestun er það niðurstaða mótanefndar HSÍ að taka þurfi upp mótið í Olís deild kvenna í heild sinni og lengja í því. Jafnframt gefst þá tækifæri til að gefa A landsliði kvenna einn aukadag fyrir erfiða leiki liðsins í undankeppni EM. Ekki er um auðvelda ákvörðun að ræða en miðað við fjölda leikja sem eru eftir er það eina mögulega niðurstaðan.

Uppfært mótaplan má finna á https://www.hsi.is/olis-deild-kvenna/