Markverðir | Æfing í Víkinni á sunnudaginn

Markvarðateymi HSÍ hefur staðið fyrir æfingum í Víkinni fyrir markmenn yngri flokka og næsta æfing er á sunnudaginn kl. 10:00.

Síðasta sunnudag mættu 25 markmenn og tóku saman kröftuga markvarðaæfingu. Virkilega gaman að sjá hversu vel handboltaheimurinn tekur í þessar æfingar. Gísli, Jóhann Ingi Guðmundsson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Einar Bragason sáum um æfinguna. Farið var í tækni við að verjast vítaköstum, tækni í hornaskotum, styrktaræfingar fyrir mjaðmasvæði og samhæfingu.


Allir markverðir, þjálfarar og foreldrar velkomnir.