Coca-Cola bikarinn | Dregið til undanúrslita

Dregið var til undanúrslita í Coca Cola bikars karla og kvenna í hádeginu en úrslitahelgi Coca Cola bikarsins fer fram á Ásvöllum dagana 9. – 13. mars nk. Niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan.

Coca-Cola bikar kvenna:
KA/Þór – Fram
Valur – ÍBV

Coca-Cola bikar karla:
HörðurFH/Þór – Valur
Selfoss – KA

Vegna Covid-19 og samgönguörðugleika hefur ekki enn tekist að klára leik Harðar og FH í 16-liða úrslitum en sá leikur fer fram um helgina, sigurvegarinn í þeirri viðureign mætir Þór á þriðudag í 8-liða úrslitum.

Yngri flokkar spila stórt hlutverk þeirri handboltahátíð sem úrslitahelgi Coca Cola bikarsins er en alls verða leiknir fimm úrslitaleikir í Coca Cola bikar yngri flokka. Úrslitaleikir 3. flokks verða leiknir föstudaginn 11. mars og úrslitaleikir 4. flokks verða leiknir sunnudaginn 13. mars.

Blaðamannafundur vegna úrslitahelgar CocaCola bikarsins verður haldinn mánudaginn 7. mars en þar sitja fyrir svörum þjálfarar og fyrirliðar liðanna, nánar verður tilkynnt um hann í næstu viku.