Coca Cola bikarinn | KA/Þór er bikarmeistari í 4.kv.

KA/Þór er CocaCola bikarmeistari í 4. flokki kvenna eftir þriggja marka sigur, 19-16 gegn ÍBV í bráðskemmtilegum leik á Ásvöllum í dag.

Það voru Eyjastúlkur sem byrjuðu  betur í dag og höfðu forystu meira og minna allan fyrri hálfleikinn, þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 10-9 ÍBV í hag. KA/Þór hófu seinni hálfleik af miklum krafti og náðu þá forystu sem ÍBV náði ekki að brúa það sem eftir lifði leiks, lokatölur 19-16 KA/Þór í hag.

Markahæst í liði KA/Þór var Lydía Gunnþórsdóttir með 7 mörk en Bergrós Ásta Gunnþórsdóttir gerði 4. Í liði ÍBV var Alexandra Ósk Viktorsdóttir atkvæðamest með 6 mörk en Herdís Eiríksdóttir skoraði 5.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins.

Til hamingju KA/Þór.

Síðasti leikur dagsins var að hefast en það er úrslitaleikur 4. fl. ka. eldri en þar eigast við KA og Afturelding. Leiknum er streymt á miðlum HSÍ.