Coca Cola bikarinn | Valur í úrslit

Í síðari undanúrslitaleik kvöldsins mættust kvennalið Val og ÍBV.

Eyjastúlkur voru með yfirhöndina framan af fyrri hálfleik en eftir því sem leið á hálfleikinn náði Valsliðið yfirhöndinni og hafði þriggja marka forystu í hálfleik 12-9.

Valsstúlkur bættu í forskotið eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og unnu að lokum öruggan sigur 28-20.

Markahæstar í Valsliðinu voru Lovísa Thompson með 7 mörk og Thea Imani Sturludóttir með 6 mörk. Hjá ÍBV voru Marija Jovanovic, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Sunna Jónsdóttir 4 mörk hver.

Valur leikur til úrslita við Fram á laugardag kl. 13.30 að Ásvöllum, við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja tvö frábær lið en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV fyrir þá sem komast ekki á staðinn.