Coca Cola bikarinn | Valur bikarmeistari kvenna

Valur sigraði Fram í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í dag 25 – 19 og er það áttundi bikarmeistara titilinn Vals kvenna.

Fram byrjaði leikinn í dag af krafti og komst 5 – 2 yfir eftir um sex mínútna leik. Valsstelpur unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna í 5 – 5 en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Í hálfleik var staðan 15 – 14 fyrir Fram.

Áfram var jafnt á flestum tölum í upphafi síðari hálfleiks en í stöðunni 15 – 14 Fram í vil tóku Valsstúlkur leikhlé og náði í kjölfarið að skora næstu fjögur mörk. Fram náði mest að minnka muninn í tvö mörk það sem eftir lifði leiks. Valur tryggði sér að lokum bikarmeistaratitilinn 2022 með 25 – 19.

Lovísa Thompson var valin mikilvægasti maður leiksins en hún skoraði 10 mörk í leiknum.

Til hamingju Valur!