A landslið karla | Æfingavika hjá strákunum okkar

A landslið karla kom saman til æfinga í gær en framundan er æfingavika þar sem liðið situr hjá í fyrri umferð umspils um laust sæti á HM 2023. Tíminn verður nýttur til æfinga en það þótti koma vel út þegar landsliðið hittist til æfinga í nóvember í undirbúningi sínum fyrir EM í janúar sl.

Í dag funduðu strákarnir með þjálfarateyminu, fóru í viðtöl hjá fjölmiðlum og æfðu svo í góðar 90 mínútur.

Á sunnudaginn ræðst það hvort Ísland mætir Austurríki eða Eistlandi í umspilsleik um laust sæti á HM en leikið verður heima og heiman í þeirri viðureign sem fram fer um miðjan apríl.