Coca cola bikarinn| Valsmenn eru bikarmeistarar

Valsmenn eru bikarmeistarar í handknattleik eftir frábæra leik gegn KA á Ásvöllum fyrr í dag. Rúmlega 1500 áhorfendur voru mættir á leikinn og má segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað á löngum köflum.

Það voru KA menn sem höfðu frumkvæðið nánast allan fyrri hálfleikin og leiddu með 2 mörkum í hálfleik, 15-17. Það var ekki fyrr en eftir 40 mínútur sem Valsmenn komust fyrst yfir í leiknum en forskot þeirra var aldrei meira en 1-2 mörk þar til á lokamínútunni þegar KA menn loks gáfu eftir og Valsmenn lönduðu 4 marka sigri 36-32.

Markahæstur í liði Vals var Vignir Stefánsson með 8 mörk en þeir Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu 6 mörk hvor. Hjá norðanmönnum var Óðinn Þór Ríkharðsson markahæstur með 9 mörk og næstur honum var Ólafur Gústafsson 8 mörk.

Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar CocaCola bikarsins, en hann átti frábæra leiki bæði undanúrslitum og aftur í úrslitum í dag.

Valur er því tvöfaldur bikarmeistari 2022, TIL HAMINGJU VALSMENN!