Coca Cola bikarinn | KA er bikarmeistari í 4.ka. eldri

Í seinasta úrslitaleik Coca Cola bikarhelgarinnar voru það KA menn sem tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í 4.ka. eldri með tveggja marka sigri gegn Aftureldingu.

Akureyringar hófu leikinn af miklum krafti og höfðu 7 marka forystu í hálfleik, 13-6. Í síðari hálfleik dróg en í sundur með liðunum og náði KA mest 9 marka forystu en þá skiptu Mosfellingar um vörn og spiluðu mjög framarlega. Smám saman minnkaði munurinn og urðu lokamínúturnar æsispennandi en lokum var það KA sem hafði sigur, 24-22.

Markahæstir í liði KA voru Dagur Árni Heimisson með 7 mörk og Jens Bragi Bergþórsson með 7 mörk. Markahæstir í liði Aftureldingar voru Stefán Magni Hjartarson og Aron Valur Gunnlaugsson með 5 mörk hvor.

Dagur Árni Heimisson var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleikins.

Til hamingju KA!