Markverðir | Æfing næsta sunnudag

Markvarðateymi HSÍ hefur staðið fyrir æfingum í Víkinni fyrir markmenn yngri flokka og næsta æfing er á sunnudaginn kl. 10:00.

Á síðustu æfingu var farið yfir grunnatriðin við að sippa og unnið með safhæfingu augna, handa og fóta. Æfingunni lauk svo með Cor-æfingum, teygjum og spjalli. fín mæting og vel tekið á.

Markverðir beðnir um að mæta með sippuband, brúsa og bolta. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með.