Coca Cola bikarinn | Undanúrslit kvenna í dag

Leikið er til undanúrslita Coca Cola bikars kvenna í dag, fyrri leikur dagsins hefst kl. 18:00 en þar eigast við KA/Þór og Fram. Í seinni leik dagsins mætast Valur og ÍBV og hefst sá leikur kl. 20:15. Leikið er að Ásvöllum í Hafnarfirði og eru báðir leikirnir í beinni á RÚV 2, miðasala á leikina er í Stubbur App.

Dagskrá næstu daga er eftirfarandi:
Föstudagurinn 11. mars
kl. 18:00 Fram – Selfoss 3.ka.
kl. 20.15 Haukar – Fram 3.kv.
Miðaverð 1000 16 ára og eldri og miðasala á Ásvöllum á leikdegi.

Fimmtudag og föstudagsleikir verða allir leikir í beinni útsendingu á RÚV2.

Laugardagurinn 12. mars
kl. 13:30 Úrslitaleikur Coca Cola bikars kvenna
kl. 16:00 Valur – KA úrslitaleikur Coca Cola bikars karla
Bein útsending á RÚV.

Sunnudagurinn 13. mars
kl. 13:00 KA – Haukar 4.ka. yngri
kl. 15:00 KA/Þór – ÍBV 4.kvenna
kl. 17:00 KA – Afturelding 4.ka.eldri
Miðaverð 1000 16 ára og eldri og miðasala á Ásvöllum á leikdegi.

Bein útsending á Youtube