A landslið kvenna | Ísland – Tyrkland á Ásvöllum á morgun kl. 16:00

Stelpurnar okkar héldu áfram sínum undirbúningi í dag fyrir leik sinn gegn Tyrklandi á morgun. Byrjuðu þær daginn á myndatöku þar sem leikmannamyndir og liðsmynd voru tekknar af stelpunum. Næst fundaði Arnar Pétursson með liðinu og fór yfir síðasta leik og áherslur sínar fyrir leikinn á morgun.

Fjölmiðlar fengu svo sinn tíma með leikmönnum og þjálfara liðsins áður en æfing hófst kl. 16:00.

Leikurinn á morgun við Tyrki hefst kl. 16:00 á Ásvöllum. Frítt er inn í boði Olís.