A landslið kvenna | Grátlegt tap í Tyrklandi
Stelpurnar okkar mættu Tyrkjum á erfiðum útivelli fyrir framan 2800 áhorfendur í Kastamonu í Tyrklandi fyrr í dag. Þetta var þriðji leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2022 en liðið vann frækilegan sigur á Serbum að Ásvöllum seinastu umferð keppninnar.
Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og náði frumkvæðinu með sterkum varnarleik og vel útfærðum sóknarleik. Eftir 17 mínútur var staðan 11-6 en þá tóku heimastúlkur að minnka muninn og í hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum, staðan 16-15 eftir 30 mínútna leik.

Stelpurnar okkar hófu síðari hálfleikinn á marki og var með frumkvæðið í leiknum allt þar til tæpar 10 mínútur lifðu leiks en þá hafði tyrkneska liðið náð að jafna leikinn, þær náðu svo í fyrsta skipu forystunni þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Ekki tókst íslenska liðinu að skora í lokasókninni og niðurstaðan því eins marks tap, 29-30.

Mörk Íslands:
Lovísa Thompson 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Sandra Erlingsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 11 skot og Hafdís Renötudóttir varði 1.

Stelpurnar okkar halda nú heim á leið en liðin mætast aftur á sunnudag að Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst kl. 16.00 og er frítt inn í boði Olís. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er að sjálfsögðu bein útsending á RÚV.

Mætum á Ásvelli á sunnudaginn og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs!

Áfram Ísland!