
U-20 ára landslið kvenna hóf í dag leik í undankeppni HM er liðið mætti Úkraínu í fyrsta leik riðilsins en leikið er í Víkinni. Ísland tapaði leiknum 29-27 en staðan í hálfleik 17-16 fyrir Úkraínu. Leikurinn var í járnum nánast allan tímmann en Úkraínu var þó alltaf fyrri til að skora. Undir lok leiksins reyndist Úkraína sterkari aðilinn og sigraði með tveim mörkum.