Í dag mætast Valur 101 og Víkingur í úrslitaleik utandeildar karla.

Leikið verður í Víkinni og hefst leikurinn kl.15.00.

Bæði lið sigruðu andstæðinga sína nokkuð örugglega í undanúrslitum í gærkvöldi og verður hart tekist á í dag.

Með liðunum leika nokkrar “gamlar” kempur en hjá Val má nefna Sigurð Eggertsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Hjalta Pálmason og hjá Víking Björn Guðmundsson og Brján Bjarnason.