U-16 ára landslið karla er að fara að taka þátt í alþjóðlegu móti í Dzierzoniow í Póllandi þar sem liðið mun keppa við Pólland, Noreg og Ungverjaland. 

Einnig mun liðið leika tvo vináttuleiki við unglingalið Fusche Berlin í ferðinni sem Dagur Sigurðsson hjálpaði okkur við að skipuleggja.

Þetta eru fyrstu leikirnir hjá þessu landsliði og verður gaman að sjá hvar við stöndum í þessum aldurshópi. Þjálfarar liðsins eru Kristján Arason og Konráð Olavsson.

4.apríl Ísland-Noregur kl.14.00

5.apríl Ísland-Pólland kl.16.00

6.apríl Ísland-Ungverjaland kl.08.00

7.apríl Ísland-Fusche-Berlin kl.16.00

8.apríl Ísland-Fusche-Berlin kl.07.00