Líkt og áður í vetur eru dómarar og eftirlitsmenn frá Íslandi á faraldsfæti þessa dagana.

Eins og áður hefur komið fram eru þeir A nton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson staddir í Túnis þar sem þeir dæma í Arabíukeppni félagsliða karla en mótinu líkur nú um helgina.

Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsdómari á leik Skern og HC Zomimak-M í Evrópukeppni félagaslið en leikið verður í Skern laugardaginn 29.mars.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson munu dæma leik Sviss og Eistlands í forkeppni EM 2016 en leikið verður í Sviss föstudaginn 4.apríl.