Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Frakklandi 24:19, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var í Frakklandi í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Karen Knútsdóttir stýrði sóknarleiknum og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik einum, en að honum loknum hafði íslenska liðið þriggja marka forskot, 13:10.

Franska liðið sýndi styrk sinn og jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik. Þær náðu yfirhöndinni þegar leið á þegar einbeitingarleysi fór að gera vart við sig í sóknarleik Íslands. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var íslenska liðið fjórum mörkum undir en þegar yfir lauk munaði fimm mörkum, 24:19.

Þetta var annað tap liðsins fyrir Frakklandi í vikunni því liðin mættust hér á landi á miðvikudag þar sem þær frönsku hrósuðu sex marka sigri, 27:21.

Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 8, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Ramune Pekarskyte 1, Marthe Sördal 1.

Íris Björk Símonardóttir varði 13 skot í íslenska markinu.

Tekið af mbl.is.