U-20 ára landslið kvenna hóf í dag leik í undankeppni HM er liðið mætti Úkraínu í fyrsta leik riðilsins en leikið er í Víkinni.

Ísland tapaði leiknum 29-27 en staðan í hálfleik 17-16 fyrir Úkraínu. Leikurinn var í járnum nánast allan tímmann en Úkraínu var þó alltaf fyrri til að skora. Undir lok leiksins reyndist Úkraína sterkari aðilinn og sigraði með tveim mörkum.

Mörk Íslands skoruðu: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Þórey Ásgeirsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Bryndís Halldórsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Áróra Pálsdóttir 1, Guðný Hjaltadóttir 1 og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1.

Núna kl.16.00 mætast Rúmenía og Slóvenía en Ísland mætir svo Rúmeníu á morgun, laugardag, kl.14.00.