U-18 ára landslið Íslands tapaði í dag fyrir Dönum 31-26 í Danmörku í dag í þriðja leik liðanna á jafnmörgum dögum. Staðan í hálfleik var 15-14, um var að ræða hörkuleik allan tímann en Íslendingarnir voru ekki sáttir með dómgæsluna í leiknum og töldu verulega á sig hallað. Uppskeran úr þessum þremur leikjum var einn góður sigur og tvö töp en þess ber að geta að margir í íslenska liðinu voru að spila sína fyrstu landsleiki og því getum við verið nokkuð sáttir með útkomuna. Þessi ferð var góður undirbúningur fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi í ágúst.

Markaskorarar Íslands:

Óðinn Ríkharðsson    6

Aron Dagur Pálsson    4

Egill Magnússon    3

Hlynur Bjarnason     3

Ómar Magnússon    3

Dagur Arnarsson    2

Kristján Kristjánsson    2

Sturla Magnússon    2

Leonharð Harðarson    1