Nú rétt í þessu var dregið í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts u-18 ára landsliða karla. Mótið fer fram í Póllandi dagana 14.-24. ágúst nk.

Ísland var fyrsta lið uppúr pottunum og dróst í A riðil ásamt Serbíu, Sviss og Svíþjóð.

Riðlaskiptingin varð eftirfarandi:

A-riðill: Ísland, Serbía, Sviss og SvíþjóðB-riðill: Danmörk, Rússland, Spánn og Ungverjaland

C-riðill: Frakkland, Króatía, Makedónía og Rúmenía

D-riðill: Hvíta Rússland, Pólland, Tékkland og Þýskaland