Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-18 ára landslið kvenna sem mun æfa saman dagana 24.-30.mars.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Valinn hefur verið 16 manna lokahópur U-20 ára landsliðs kvenna. Um páskana, 18.-20.apríl, mun liðið leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar.
Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Leikur Hauka og FH verður sýndur beint á RÚV Íþróttir.
Valinn hefur verið landsliðshópur hjá U-18 ára landsliði karla, sem mun leika þrjá æfingaleiki við Dani í Danmörku dagana 4.-6.apríl.
Valur varð í kvöld Coca Cola bikarmeistarar 2.flokks karla þegar liðið bar sigurorð af Aftureldingu 34-33 í æsispennandi framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 29-29 en í hálfleik leiddi Valur 16-12.
Selfoss varð í kvöld Coca Cola bikarmeistarar 3.flokks karla þegar liðið bar sigurorð af Fram 27-24 í úrslitaleik í Laugardalshöll. Staðan í hálfleik var 15-12 Selfoss í vil.
Framstúlkur urðu í dag bikarmeistarar 3.flokks kvenna þegar liðið sigraði ÍBV 23-22 í æsispennandi leik en sigurmark Fram kom 5 sekúndum fyrir leikslok. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Fram.
ÍBV var í dag bikarmeistari4.flokks karla eldri en liðið sigraði ÍR örugglega í úrslitaleik 27-17. Staðan í hálfleik var 12-8 ÍBV í vil.
Framstúlkur urðu í dag Coca Cola bikarmeistarar 4.flokks kvenna eldra árs eftir öruggan sigur á KA/Þór 21-13 í úrslitaleik í Laugardalshöll. Staðan í hálfleik var 12-4 Fram í vil.
FH varð í dag Coca Cola bikarmeistarar 4.flokks karla yngri þegar liðið bar sigurorð af Haukum 18-13 í úrslitaleik í Laugardalshöll. Staðan í hálfleik var 8-7 Haukum í vil.
ÍBV varð í dag Coca Cola Bikarmeistarar 4.flokks kvenna yngri þegar liðið sigraði KA//Þór í framlengdum úrslitaleik 23-22. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 18-18 en ÍBV leiddi í hálfleik 10-9.
Bikarveislan heldur áfram í dag þegar bikarúrslitaleikir yngri flokka í Coca Cola bikarnum fara fram. 7 leikir eru á dagskrá og eru þeir allir sýndir beint á www.sporttv.is.
Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.
Valur er bikarmeistari kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur eftir mikinn spennuleik voru 24:19 og er þetta þriðji bikarmeistaratitill Valskvenna í röð. Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik. Leikmenn beggja liða voru nokkuð stressaðir í byrjun og liðin skiptust á að hafa forystuna. Einu sinni munaði tveimur mörkum á liðunum en staðan í hálfleik var 10:9 fyrir Stjörnuna.
Það verða Haukar og ÍR sem mætast í úrslitum Coca Cola bikars karla en undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld.
Valinn hefur verið landsliðshópur hjá U-16 ára landsliði karla, sem mun taka þátt í æfingamóti sem fer fram í Póllandi dagana 4.-6.apríl. Einnig mun liðið spila tvo æfingaleiki við unglingalið Fusche-Berlin í ferðinni.
Það verða Stjarnan og Valur sem leika til úrslita í Coca Cola bikar kvenna á laugardaginn en liðið sigruðu nú í kvöld sína leiki í undanúrslitum.
Í kvöld fara fram undanúrslitaleikir Coca Cola bikars kvenna. Klukkan 17.15 hefst fyrri leikur kvöldsins en í honum mætast Stjarnan og Grótta. Leikurinn verður sýndur beint í heild sinni á RÚV.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Hér að neðan má sjá leikjaplan yngri flokka í úrslitum Coca Cola bikarsins. Allir leikirnir verða sýndir beint á www.sporttv.is.
Handknattleiksdeild ÍR óskar eftir að ráða metnaðarfullan þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna. Stefnan er sett á Olís deild kvenna í haust . Markmiðið er að fá fyrrum ÍR stelpur til að koma heim og styrkja þann frábæra hóp sem fyrir er.
Taktu þátt í skemmtilegum leik! Til að vera með þarft þú að vera í Laugardalshöll á úrslitaleikjum Coca Cola bikarsins í karla og kvenna flokki 1.mars.
Um næstu helgi fara fram úrslitaleikir Coca Cola bikarsins. Leikið verður með Final Four fyrirkomulagi og fara undanúrslitaleikirnir fram fimmtudag og föstudag. Miðasala á helgina er hafin á midi.is er hægt að kaupa helgarpassa á alla leikina. Miðasala á einstaka leiki fer fram hjá viðkomandi félögum.
Vegna færðar hefur verið ákveðið að seinka leik HK og KA/Þór í Olís deild kvenna. Leikurinn mun hefjast kl.15.00 í stað 14.00.
Valinn hefur verið landsliðshópur hjá U-20 ára landsliði karla sem mun taka þátt í forkeppni EM sem fram fer í Skopje í Makedóníu dagana 4.-6.apríl.
Handhafar aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á úrslitahelgi Coca Cola bikarsins helgina 28.-02.mars í Laugardalshöll geta nálgast miða á leikinn mánudaginn 24.febrúar milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ. Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja og gilda eingöngu A og B aðgönguskírteini á þessa helgi.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Um helgina munu þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma leik Reale Ademar Leon og TSV Hannover-Burgdorf í EHF keppni karla en leikið verður á Spánui laugardaginn 23.febrúar.
Í dag var dregið í 4 liða úrslit karla og kvenna í Coca Cola bikarnum en dregið var á Hamborgarafabrikkunni.
Á föstudaginn kl.16 verður dregið í undanúrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. Dregið verður á Hamborgarafabrikkunni.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Íslands hefur fengið leyfi frá Handknattleikssambandi Íslands til að semja við danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn um að þjálfa liðið út þetta keppnistímabil. Aron mun áfram sinna starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslenska karlalandsliðsins.
Búið er að gefa út tímasetningar fyrir úrslitakeppnir meistaraflokks nú í vor.
Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Leikur Fram og ÍBV verður sýndur beint á RÚV Sport kl.20.00.
Ísland og Austurríki mætast í vináttulandsleik á Ásvöllum
Ísland og Frakkland mætast í síðari leik liðanna í undankeppni fyrir EM kvenna.
Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna.
Úrslitahelgi Coca Cola bikarsins verður 27.-02. mars. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.
Líkt og í fyrra verður úrslitahelgi bikarkeppni HSÍ, Coca Cola bikarsins, leikin með „final four“ fyrirkomulagi. Ein breyting verður þó í ár en það er að undanúrslit munu hefjast á fimmtudegi og verða því undanúrslitin leikin fimmtudag og föstudag og úrslit á laugardegi. Á sunnudeginum verða svo allir úrslitaleikir yngri flokka.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Í kvöld hefjast 8 liða úrslit Coca Cola bikars kvenna með 2 leikjum. Mikið er undir en sigurvegarar þessarra viðureigna komast í “final four” í Laugardalshöll.
Sökum ófærðar frá Akureyri hefur leik Hauka og KA/Þór í Olís deild kvenna verið seinkað til 19.00 í kvöld. Leikurinn átti að hefjast kl.16.00.
Olís deild karla hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM. Þrír leikir eru á dagskrá og verður leikur ÍR og Hauka sýndur beint á RÚV Íþróttir kl.20.00.
Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:
Samkvæmt reglugerð um félagaskipti lokar fyrir félagaskipti á þessu keppnistímabili nk. föstudag 31.janúar. Það þýðir að öll félagaskipti þurfa að vera fullfrágengin fyrir kl.16.00 á föstudaginn. Sama gildir um innlend og erlend félagaskipti sem og þá leikmenn sem eru að fara á láni. Á þetta við um alla flokka.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var valinn besti vinstri hornamaðurinn á EM og jafnframt í liðið mótsins en tilkynnt var um það nú í hádeginu.Guðjón Valur var markahæstur Íslands í mótinu með 44 mörk.
Nú rétt í þessu var dregið í undankeppni HM. Ísland dróst á móti Bosníu. Leikið verður 7./8. júní og 14./15.júní.
Ísland hafnaði í 5.sæti á EM eftir lygilegan sigur á Póllandi 28-27 í leik um 5.sætið á EM. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Póllandi.
Aron Kristjánsson hefur gert eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikinn í dag gegn Póllandi. Stefán Rafn Sigurmannsson kemur inní hópinn í staðinn fyrir Aron Pálmarsson.