Það verða Stjarnan og Valur sem leika til úrslita í Coca Cola bikar kvenna á laugardaginn en liðið sigruðu nú í kvöld sína leiki í undanúrslitum.

Stjarnan sigraði Gróttu 29-26 í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins en staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Stjörnunni.

Í síðari leik kvöldsins mættust svo Haukar og Valur og sigruðu Valsstúlkur leikinn 25-21 eftir að hafa leitt í hálfleik 13-8.

Úrslitaleikur liðanna hefst kl.13.30 á laugardaginn og leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.