Það verða Haukar og ÍR sem mætast í úrslitum Coca Cola bikars karla en undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld.

ÍR bar sigurorð af Aftureldingu í fyrri leik dagsins 35-22 eftir að hafa leitt 17-13 í hálfleik. Í seinni leik dagsins sigruðu svo Haukar nágranna sína í FH 30-28 en FH leiddi 14-13 íhálfleik.

Úrslitaleikur Hauka og ÍR mun hefjast kl.16.00 í beinni útsendingu á RÚV.