Til þeirra sem málið varðar

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Íslands hefur fengið leyfi frá Handknattleikssambandi Íslands til að semja við danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn um að þjálfa liðið út þetta keppnistímabil. Aron mun áfram sinna starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslenska karlalandsliðsins.

Aron mun hefja störf strax og halda til Danmerkur á morgun. 

Mikil ánægja er með störf Arons sem landsliðsþjálfara Íslands og er Handknattleiksambandið og Aron að ræða framlengingu á samningi hans sem rennur út í apríl 2015. 

Fyrir hönd HSÍ

Guðmundur B. Ólafsson Formaður HSÍ