Um helgina munu þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma leik Reale Ademar Leon og TSV Hannover-Burgdorf í EHF keppni karla en leikið verður á Spánui laugardaginn 23.febrúar.

Þá mun Ingvar Guðjónsson ásamt félaga sínum Eydun Samuelssen frá Færeyjum dæma leik Sporting CP og HC Zomimak-M í EHF keppni karla en leikið verður í Portúgal laugardaginn 23.febrúar.

Gunnar Gunnarsson var um helgina eftirlitsmaður á stórleik FC Barcelona og PSG Handball í Meistarakeppni Evrópu en leikið var í Barcelona sl. laugardag. Barcelona sigraði leikinn örugglega eða 38-28.

Ólafur Örn Haraldsson var um helgina eftirlitsmaður á leik Dunkerque HB Grand Littoral og FC Porto Vitalis í Meistarakeppni Evrópu en leikið var í Dunkerque. Mikil spenna var í leiknum sem endaði með jafntefli 25-25.